Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erasmus Villadsson (Vilhjálmsson, í sumum Skálholtsskjölum)

(– – 1591)

Józkur að ætt, í sumum ritum talinn þýzkur eða „júðskur“, þ. e. Gyðingaættar (þýzkur Gyðingur?).

Faðir hans í Lbs. 1282, 8vo.,í nefndur Villads Símonsson, „eðalborinn í Þýzkalandi“. Var rektor í Skálholti 1561––4, talinn söngmaður ágætur, „iðkaði fyrst diskant og þess háttar söng hér í landi.“ Talið er, að hann héldi síðan Garða á Álptanesi í 1 ár, fekk konungsveiting fyrir Odda 13. apríl 1565, en Breiðabólstað í Fljótshlíð 1575 og hélt til dauðadags. Hann var mikils metinn, prófastur í Rangárþingi og varð officialis í Skálholtsbyskupsdæmi eftir lát Gísla byskups Jónssonar, 1587, kjörinn til byskups af nokkur-. um kennimönnum þar; en bæði er það, að samtímis heimild telur hann ófúsan til embættisins, og ýmsum geðjaðist ekki að því að fá útlendan mann til byskups, enda fekk Guðbrandur byskup Þorláksson hrundið því fram, að Oddur Einarsson varð byskup, þótt sunnanprestar fylgdu þá fram síra Stefáni Gíslasyni í Odda, en síra Erasmus afhenti Oddi byskupi Skálholtsstól 1589.

Kona 1 (1565). Helga Gísladóttir byskups, Jónssonar.

Börn þeirra: Síra Páll að Hrepphólum, Gísli, Maren átti barn í lausaleik, gekk síðan að eiga Snorra lögréttumann Ásgeirsson að Varmalæk, Guðlaug átti Þórð Magnússon frá Teigi í Fljótshlíð, Hjaltasonar, Þórdís átti Þorleif yngra Erlendsson í Skipagerði, Guðríður átti Björn Guðmundsson í Flagbjarnarholti, Kristín átti Pál Sigmundsson, Þórólfssonar.

Kona 2: Þórunn Þórólfsdóttir á Hjalla, Eyjólfssonar.

Dætur þeirra: Margrét átti Árna Eyjólfsson frá Saurbæ á Kijalarnesi, Helga átti Eirík Árnason prests í Holti, Gíslasonar (PEÓl. Mm.; Saga Ísl. V; JH. Skól.; BB. Sýsl.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.