Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Erasmus Ormsson

(16. og 17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ormur Þorvarðsson á Reynivöllum og kona hans Elísabet Ólafsdóttir Janssonar Bagges.

Hann kemur ekki við skjöl.

Hann var prestur í Borgarþingum og bjó á Ferjubakka. Síra Jón Halldórsson nefnir hann, en ekki ártöl. Síra Halldór Jónsson segist hafa komið að Ferjubakka næst eftir síra Erasmus, en nefnir ekki árið. Prestatal telur hann hafa orðið prest í Borgarþingum 1620. Hann sýktist af sárasótt, fór austur til græðslu, en andaðist úr græðslunni.

Kona: Guðrún Ólafsdóttir prests að Helgafelli, Einarssonar; 3 voru börn þeirra, og hét 1 þeirra Ólafur. Guðrún ekkja hans átti síðar Guðmund Jónsson, Halldórssonar, systurson síra Guðmundar Einarssonar á Staðastað (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.