Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Engilbert Þórðarson

(1783–3. okt. 1862)

Prestur.

Foreldrar: Þórður stúdent Ólafsson í Vigur og f.k. hans Valgerður Markúsdóttir prests í Flatey, Snæbjarnarsonar. Lærði fyrst 5 ár hjá síra Jóni Sigurðssyni í Holti í Önundarfirði, tekinn í Reykjavíkurskóla hinn eldra 1801 og síðan í Bessastaðaskóla, stúdent þaðan 1808, með vitnisburði í betra meðallagi. Var síðan vestra, til þess er honum var boðið 7. ág. 1813 að taka við Desjarmýri, og var hann vígður þangað 5. júní 1814, fekk Þingmúla að veitingu '". okt. 1820, lét af prestskap 1851, andaðist að Víðilæk í Skriðdal.

Hann var að ýmsu vel gefinn, allvel skáldmæltur (sjá Lbs.), en sérlyndur nokkuð, þó mjög vel kynntur hjá sóknarfólki sínu, óhagsýnn og enginn búmaður; hafði og lent á Desjarmýri á harðindaárum og beðið stórtjón af bruna að Þingmúla 1832.

Kona: Guðrún yngri Jónsdóttir sýslumanns að Hoffelli, Helgasonar, ekkja síra Einars Jónssonar á Desjarmýri.

Sonur þeirra var Einar (f. 13. júlí 1819) að Víðilæk í Skriðdal; hann fór síðan til Vesturheims og andaðist að Ökrum („Akra“) í N. Dak. 12. febr. 1908 (Bessastsk.; Vitæ ord. 1814; HpÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.