Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Engilbert Nikulásson

(1598–27. nóv. 1668)

Prestur.

Faðir: Nikulás að Skógtjörn á Álptanesi (föðurnafns ekki getið í ættbókum). Hann vígðist að Þingvöllum 1617, tók við staðnum 2. júlí s. á. og hélt til dauðadags. Hann var heppinn læknir.

Kona: Guðrún Jónsdóttir að Núpi í Gnúpverjahreppi, Magnússonar.

Börn þeirra: Nikulás skólagenginn, dó ungur, Jón kvæntist, bl., Sæmundur að Neðri Brú í Grímsnesi, Margrét átti Narfa Guðmundsson frá Neðra Hálsi í Kjós, Narfasonar, Ingibjörg átti Narfa Eyjólfsson að Klausturhólum, Þóra s. k. síra Jóns Gíslasonar í Miðdal (þau bl.), Guðrún s.k. Guðmundar Jónssonar í Mávahlíð í Lundarreykjadal, Guðný átti Jón Ólafsson í Rv., Arnbjörg átti Ásbjörn Sighvatsson í Gröf í Grímsnesi (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.