Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Atli

(9. og 10. öld)

Þræll Geirmundar heljarskinns og varðveitti bú hans í Fljóti á Hornströndum. Ætt ekki rakin.

Hann tók við Vébirni Sygnakappa og mönnum hans, er þeir höfðu brotið skip sitt, og hélt þá vetrarlangt. Fyrir það gaf Geirmundur honum frelsi og bú það, er hann varðveitti; varð hann síðan mikilmenni (Landn.) Atli litli, skáld (11. öld) (kynni að vera Atli læknir Höskuldsson í Selárdal, faðir Bárðar svarta). Ókunnur að öðru en vísustúf úr kvæði um Ólaf kyrra (Sn.-E., AM.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.