Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Engilbert Jónsson

(9. nóv. 1747–11. febr. 1820)

Prestur.

-Foreldrar: Jón í Minna Bæ í Grímsnesi, síðar á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, Eyjólfsson (prests á Snæólfsstöðum, Björnssonar) og kona hans Solveig Halldórsdóttir í Skógarkoti, Magnússonar. Hann varð stúdent úr Skálholtsskóla 1767.

Varð djákn í Hítardal 20. júlí 1768, vígðist 11. okt. 1772 aðstoðarprestur síra Einars Jónssonar á Ólafsvöllum, fekk það prestakall eftir hann að veitingu 13. apr. 1774, fekk Lund að veitingu 10. febr. 1790, en Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1815, í skiptum við síra Þórð Jónsson, og var þar til dauðadags. Hann var þrálátur, óróagjarn og komst því oft í málaferli, drykkfelldur og mjög búralegur í háttum. Ella var hann vel að sér í mörgu, tók um sextugt að leggja sig eftir hebresku og varð vel fær í henni. Hann tók þá og að semja orðabók (latneska, enska, íslenzka, franska og þýzka); er getið brots úr henni í uppskrift dánarbús hans, en þaðan hefir hún síðan glatazt. Hann var einhver hinn mesti snilldarskrifari sinnar síðar, sem sjá má af handritum í Lbs.

Kona 1 (6. júlí 1775): Hallgríma (d. í okt. 1802) Stefánsdóttir að Núpi í Fljótshlíð, Magnússonar. „

Börn þeirra, er upp komust: Stefán, fargaði sér uppkominn, ókv. og bl., Þórður í Sarpi í Skorradal (drukknaði 21. apríl 1816, 40 ára, bl.), Solveig síðast í Reykholti, Jón í Leirárgörðum, Guðmundur.

Kona 2 (30. sept. 1806): Guðrún (d. 15. júlí 1813) ljósmóðir Ólafsdóttir smiðs að Reykjum, Sigurðssonar, ekkja Jóns Pálssonar á Bjarnastöðum í Unadal (þeirra sonur var síra Jóhannes í Grímsey); þau bl.

Kona 3 (um 1816). Sigríður (d. 18. jan. 1856, 75 ára) Ásmundsdóttir af Akranesi, Ólafssonar; þau áttu 1 son, sem dó tveggja ára. Sigríður ekkja hans átti síðar Gísla Ólafsson á Ferstiklu (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.