Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Emil (Þórður) Thoroddsen

(16. júní 1898 – 7. júlí 1944)

.

Tónskáld. Foreldrar: Þórður Jónas Thoroddsen héraðslæknir í Keflavík, síðar í Reykjavík, og kona hans Anna Pétursdóttir organleikara Guðjohnsen. Stúdent í Reykjavík 1917 með einkunn 4,77 (62 st.). Var við nám í háskólanum í Kh. 1916–20 og í Leipzig og Dresden 1921–25; lagði stund á hljómlist, listasögu og málaralist. Var hljómsveitarstjóri Leikfélags Reykjavíkur 1925–30; síðan aðalPíanóleikari ríkisútvarpsins.

Samdi ýmis tónverk; hlaut 2. verðl. fyrir alþingishátíðar-kantötu 1930 og 1. verðl. fyrir sjómannadagslag 1939; var í undirbúningsnefnd tónlistar fyrir alþingishátíðina 1930. Ritstörf: Tónverk (óútgefin). Ritaði dóma um málaralist í Morgunbl. frá 1926 og síðar um leiklist; ritstjóri vikubl. „Freyju“ 1927 –28, þýddi og staðfærði mörg leikrit, er leikin voru í Rv. og víðar; færði skáldsögur Jóns Thoroddsens (afa síns) í leikbúning. Kona 1 (25. júlí 1924): Elisabeth Bröhl, þýzk; þau skildu, bl. Kona 2 (20. apríl 1932): Guðrún Bryndís (d. 10. júní 1938, 36 ára) Skúladóttir járnsmiðs á Blönduósi, Benjamínssonar; þau áttu eitt barn, er dó ungt. Kona 3 (22. febr. 1941): Áslaug (f. 20. febr. 1917) Árnadóttir verkamanns í Rv., Jónssonar; þau bl. (Br7.; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.