Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Emil (Hermann Lúðvík) Schou

(25. okt. 1860–26. okt. 1891)

Stúdent.

Foreldrar: Lúðvík Jóh. Kristján verzlunarstj. Schou í Húsavík og kona hans Elín Einarsdóttir prests í Vallanesi, Hjörleifssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1874, stúdent 1880, með 2. einkunn (55 st.).

Stundaði nám í háskólanum í Kh. og lauk þar heimspekiprófi 1881 (með 1. einkunn). Fór til Vesturheims og andaðist í Kansas í Bandaríkjum (Skýrslur; Os) Emil (Rögnvaldur Emil) Waage (5. febr. 1892–3. apríl 1926). Stúdent.

Foreldrar: Guðmundur formaður Waage (Jónsson) og kona hans Jósefína Jónsdóttir prentara, Jónssonar.

F. í Stóru Vogum. Tekinn í 4. bekk menntaskóla Rv. 1910, stúdent 1913 (55 st.). Stundaði málfræði (ensku) í háskólanum í Kh. Var á Vífilsstaðahæli síðustu árin, en dó í Rv. Ókv. og bl. (Skýrslur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.