Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Emil (Guðmundur) Guðmundsson

(26. júní 1865–28. apr. 1907)

Prestur.

Foreldrar: Guðmundur hreppstj. Stefánsson á Torfastöðum í Vopnafirði og kona hans Júlíana Jensína Hermannsdóttir verzlunarstjóra Schous í Vopnafirði og víðar.

F. á Torfastöðum í Vopnafirði.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1882, stúdent þaðan 1888, með 2. einkunn (66 st.), próf úr prestaskóla 1891, með 3. einkunn (19 st.). Kennari á Borðeyri 1890–1, í Djúpavogi 1891–2. Fekk Kvíabekk 3. nóv. 1891, vígðist 12. júní 1892, fekk þar lausn frá prestskap vegna vanheilsu 23. febr. 1906. Sýslunefndarm. 1896–1900.

Kona (2. okt. 1891): Jane María Margrét (f. 8. mars 1864, d. 29. sept. 1914) Steinsdóttir prests í Árnesi (Torfasonar) Steinsens.

Börn þeirra: Andrea Stefanía, Steinn Vilhelm jarðfræðingur og ritstjóri, Júlíus Guðmundur, Lúðvík Schou, Anna Elísabet (Nýtt kirkjublað 1907; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.