Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Elín (Rannveig) Briem

(19. okt. 1856–4. dec. 1937)

Skólastjóri.

Foreldrar: Eggert sýslumaður Briem Gunnlaugsson og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir sýslumanns, Sverrissonar Stýrði kvennaskóla á Hjaltastöðum og að Lækjamóti 1878–81. Stundaði nám í N. Zahlesskóla í Kh. 1881–3. Stýrði kvennaskóla í Ytri Ey 1883–95, hússtjórnarskóla í Rv. 1897–1901, kvennaskóla við Blönduós 1901–3 og 1912–15. Átti síðan heima í Rv. R. af fálk.

Rit: Kvennafræðarinn, Rv. 1889 (þrívegis endurpr. síðan). M. 1 (1895): Sæmundur Eyjólfsson, guðfr. (sjá hann). M. 2 (1903): Stefán verzlunarstjóri Jónsson (prests Hallssonar) að Sauðárkróki. Bl. með báðum (Hlín, 17. ár smBr ON f15)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.