Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Elinborg Jacobsen

(10. okt. 1871 – 1929)

. Nuddlæknir.

Foreldrar voru: Joen Jacobsen skósmiður í Reykjavík og kona hans Anna Kristina Maria; þau hjón fluttust til Rv. frá Færeyjum um 1870. Stúdent í Rv. 1897 með 2. einkunn (69 st.). Var hún fyrsta kona hér á landi, er lauk stúdentsprófi. Hóf nám í læknisfræði við háskólann í Kh. haustið 1897; lauk undirbúningsprófi í jan. 1901 með 2. einkunn betri.

Hætti námi og gerðist nuddlæknir. Óg. (BJ. Ísl. Hafnarstúdentar; Heima og erlendis V, Kh. 1952).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.