Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Eldjárn Jónsson
(6. maí 1694–Í nóv. 1725)
Prestur.
Foreldrar: Jón á Grund í Höfðahverfi Þórarinsson (prests að Hrafnagili, Jónssonar) og kona hans Snjólaug Þorsteinsdóttir á Frostastöðum, Jónssonar. Hann lærði fyrst hjá síra Geir Markússyni að Laufási, tekinn í Hólaskóla 1711, stúdent þaðan 1716, var síðan í þjónustu Steins byskups Jónssonar, en kennari (heyrari) í Hólaskóla veturinn 1720–1. Fekk 19. júní 1721 veiting fyrir Möðruvallaklaustursprestakalli og hélt til dauðadags, en bjó að Stóru Brekku (Arnbjargarbrekku) í Hörgárdal. Hann var gáfumaður og skáldmæltur (erfiljóð og sálmar eftir hann, sjá Lbs.).
Kona (1722): Þórvör (f. um 1702, d. 24. júní 1776) Egilsdóttir prests í Glaumbæ, Sigfússonar. Synir þeirra: Síra Hallgrímur á Grenjaðarstöðum, síra Egill að Útskálum. Þórvör ekkja síra Eldjárns átti síðar Jón lögréttumann Ólafsson að Stóru Brekku, og var sonur þeirra síra Sigfús skáld að Höfða (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Jón á Grund í Höfðahverfi Þórarinsson (prests að Hrafnagili, Jónssonar) og kona hans Snjólaug Þorsteinsdóttir á Frostastöðum, Jónssonar. Hann lærði fyrst hjá síra Geir Markússyni að Laufási, tekinn í Hólaskóla 1711, stúdent þaðan 1716, var síðan í þjónustu Steins byskups Jónssonar, en kennari (heyrari) í Hólaskóla veturinn 1720–1. Fekk 19. júní 1721 veiting fyrir Möðruvallaklaustursprestakalli og hélt til dauðadags, en bjó að Stóru Brekku (Arnbjargarbrekku) í Hörgárdal. Hann var gáfumaður og skáldmæltur (erfiljóð og sálmar eftir hann, sjá Lbs.).
Kona (1722): Þórvör (f. um 1702, d. 24. júní 1776) Egilsdóttir prests í Glaumbæ, Sigfússonar. Synir þeirra: Síra Hallgrímur á Grenjaðarstöðum, síra Egill að Útskálum. Þórvör ekkja síra Eldjárns átti síðar Jón lögréttumann Ólafsson að Stóru Brekku, og var sonur þeirra síra Sigfús skáld að Höfða (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.