Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Aron Hjörleifsson, sterki

(– – 1255)

Kappi víðfrægur á Sturlungaöld, síðast hirðmaður í Noregi. Bróðir Ólafs ábóta að Helgafelli (sjá ætt þar). Kom við margar mannraunir, enda ótrauður fylgismaður Guðmundar byskups Arasonar, og það vitni bar Hákon konungur gamli honum við lát hans, að þar hefði „látizt eitt hið bezta sverð af vorum þegnum“.

Kona: Ragnhildur, norsk, skyld konungi. Af honum er sérstök saga, pr. Í Bps. bmf. I (sjá og Sturl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.