Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Þórðarson

(um 1714–20. júní 1750)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þórður Þórðarson í Hvammi í Hvammssveit og kona hans Þorbjörg Eiríksdóttir prests í Lundi, Eyjólfssonar.

Tekinn í Skálholtsskóla 1728 og var þar 3 vetur, en þá ritaði Jón byskup Árnason föður hans og taldi hann lítt hæfan til framhaldsnáms, þótt hann vísi honum ekki úr skólanum; var hann þá tekinn í Hólaskóla og varð stúdent þaðan 1734, en Jón byskup Árnason vildi ekki veita honum predikunarleyfi.

Aftur var Steini byskupi Jónssyni vel til hans og vígði hann 2. sept. 1736 að Nesi, sem hann (– – hélt til dauðadags, og hýsti vel stað og kirkju, enda farnaðist þar vel. Ekki lætur Harboe mikið af þekkingu hans, en telur hann ástundunarsaman og predika sæmilega. Hann var hraustmenni og mikill fyrir sér, íþróttamaður, sundmaður ágætur, sem þeir bræður hans, dugnaðarmaður mesti. Hann drukknaði í Laxá.

Kona (haustið 1736). Guðrún (d. á Grenjaðarstöðum 24. jan. 1757, á 53. ári) Steingrímsdóttir, Magnússonar.

Börn þeirra, er upp komust: Gunnar fór utan, lærði rennismíðar, settist síðan að í Rv., Þorbjörg átti Jafet Illugason (prests í Hruna, Jónssonar) , starfsmann í klæðaverksmiðjunni í Rv. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.