Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Þorvarðsson

(um 1650–1740)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorvarður Árnason á Klifstað og kona hans Ólöf Ketilsdóttir prests á Kálfafellsstað, Ólafssonar. Vígðist 12. nóv. 1676 aðstoðarprestur síra Eiríks Ólafssonar í Kirkjubæ í Tungu, en varð 1678 aðstoðarprestur síra Sigfúsar Tómassonar í Hofteigi, fekk veiting fyrir því Prestakalli 5. júlí 1679, gegndi og Möðrudal frá 1716, tók tengdason sinn, síra Sigfús Sigfússon, sér til aðstoðarprests 1728, en gaf Hofteig upp við hann 15. júní 1729. Eftir hann eru minnisgreinir úr bréfi um Jón lærða og Jón litla lærða (pr. í Blöndu, III).

Kona 1: Ingibjörg Sigfúsdóttir prests í Hofteigi, Tómassonar, ekkja Eiríks Rafnssonar. Dóttir þeirra: Sigríður átti fyrst síra Eirík Árnason í Mjóafirði, síðan síra Guðmund Ólafsson á Hjaltastöðum í Útmannasveit, en síðast síra Sigfús Sigfússon í Hofteigi.

Kona 2: Þórunn (f. um 1653, d. um 1727) Magnúsdóttir lögréttumanns í Njarðvík, Einarssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.