Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Þorvaldsson, rauði

(10. öld)

Landnámsmaður (með föður sínum) að Dröngum á Hornströndum, bjó síðar á Eiríksstöðum í Haukadal. Var þá ger þaðan sekur um víg, og fluttist í Öxney (á Eiríksstaði).

Varð enn vígsekur. Fór þá að leita Gunnbjarnarskerja. Fann þá Grænland og lét hefja þar landnám. Bjó þar í Brattahlíð í Eiríksfirði.

Kona: Þjóðhildur Jörundardóttir, Atlasonar. Synir þeirra: Leifur heppni, Þorsteinn, Þorvaldur.

Laundóttir: Freydís átti Þorvarð (föðurnafn eigi greint) í Görðum á Grænlandi. Af Eiríki er sérstök saga, við hann kennd (sjá og Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.