Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Þorsteinsson

(– –1681)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorsteinn Snorrason í Miðdal (systrungur við Odd byskup Einarsson) og kona hans Margrét Þorsteinsdóttir prests í Úthlíð, Jónssonar. Kemur við skjal í Skálholti 14. febr. 1629 og virðist þá óvígður. En 1631 er hann orðinn prestur, líkl. aðstoðarprestur að Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hefir 1633 fyrirgert prestskap (líkl. vegna barneignar), en hefir fengið uppreisn og er 1634 orðinn prestur í Krossþingum; 2. maí 1634 byggði Gísli byskup Oddsson (sjá um þetta bréfabækur hans) honum Kross í Landeyjum, og hélt hann það prestakall til dauðadags, en hafði aðstoðarprest (síra Gísla, son sinn) síðustu árin.

Kona: Guðlaug Eiríksdóttir (Árnasonar prests í Holti, Gíslasonar).

Börn þeirra: Síra Gísli að Krossi, Ragnhildur, Klængur (hjúskaparleyfi 17. júlí 1675, vegna þremenningsfrændsemi), Einar, Höskuldur, Margrét (að Krossi 1703, 64 ára), Þórunn (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.