Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Ólafsson

(um 1748–30. nóv. 1793)

Prestur.

Foreldrar: Ólafur (d. 25. okt. 1784) Þórðarson á Kerseyri og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir að Fjarðarhorni í „Hrútafirði, Árnasonar. Hann nam skólalærdóm hjá síra Vigfúsi Jónssyni í Miklaholti og varð stúdent úr heimaskóla frá Bjarna rektor Jónssyni 6. júní 1772. (Það, sem segir í Grímsstaðaannál, Ann. bmf. III. bls. 646, um barneign hans veturinn 1760–1, hlýtur að vera eitthvað hæpið, þegar litið er til æsku hans). Fluttist árið eftir að Bæ í Króksfirði, vígðist 26. febr. 1775 aðstoðarprestur síra Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka og tók að búa þar um vorið, en fekk veiting fyrir prestakallinu 6. júlí 1776, er síra Þorsteinn lét af prestskap að fullu. Vegna heilsubilunar lét hann af prestskap vorið 1786, fluttist þá á eignarjörð sína Efra Núp í Miðfirði og var þar til dauðadags.

Með konungsúrskurði 16. febr. 1784 varð hann fyrir sektum, með því að honum var kennt, að fjárkláðinn brauzt þar út aftur. Hann var mjög skuldugur, er hann lézt.

Kona (26. júlí 1773): Guðrún (–1800, talin 52 ára) Tómasdóttir lögréttumanns í Bæ í Króksfirði, Einarssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þóra átti Jónas Gunnlaugsson að Þverá í Núpsdal, Ingibjörg tvígift, og var annar maður hennar Guðmundur Illugason á Aðalbóli, Tómas að Efra Núpi, Eiríkur að Neðra Núpi; sumir telja og Þórdísi, er átt hafi Gísla Ásgrímsson (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.