Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Ólafsson

(19. nóv. 1826–14. okt. 1900)

Bóndi að Brúnum.

Foreldrar: Ólafur Sigurðsson í Hlíð undir Eyjafjöllum og kona hans Helga Eiríksdóttir á Murnavelli, Erlendssonar. Fór til Kh. 1876. Fluttist frá Brúnum að Ártúnum í Mosfellssveit 1879. Síðan tók hann Mormónatrú og fór til Utah, fór til Íslands aftur (í trúboðsferð) 1882, en kom aftur til landsins 1891 og andaðist í Rv.

Ritstörf: Lítil ferðasaga, Rv. 1878; Önnur lítil ferðasaga, Kh. 1882; Lítið rit um svívirðing eyðileggingarinnar, Rv. 1891; Eyfellingaslagur, Rv. 1895; Ný giftingaraðferð, Rv. 1895; Ein ungbarnsblessun, Rv. 1897; Misjafn sauður í mörgu fé, Rv. 1899.

Kona 1: Rúnhildur (eða Runveldur) Runólfsdóttir skálds í Skagnesi, Sigurðssonar (prests á Ólafsvöllum, Ögmundssonar).

Börn þeirra: Ólafur málari vestan hafs, Skúli úrsmiður í Ísafirði, Sveinn, Ingveldur (átti launson, Þorbjörn, með Þorvaldi alþm. Björnssyni á Þorvaldseyri), fór til Utah, átti þar fyrst Jón vefara Jónsson, síðan þarlendan mann, Jones.

Kona 2: Guðfinna Sæmundsdóttir (Ól. Þorg. 1915; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.