Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Árnason

(– – 1587)

Sýslumaður.

Foreldrar: Árni að Burstarfelli Brandsson príors að Skriðuklaustri, Hrafnssonar, og kona hans Úlfheiður Þorsteinsdóttir sýslumanns í Reykjahlíð, Finnbogasonar lögmanns. Hélt lengi Skriðuklaustur og Múlaþing (frá því skömmu eftir 1560 til um 1577–8) og Reynistaðarklaustur um í ár eða svo. Var atkvæðamikill maður. Gerði tilkall til eigna Teits lögmanns Þorleifssonar, vegna frændsemi sinnar við Hrafn lögmann yngra Brandsson. Átti og deilur miklar við síra Hall Högnason í Kirkjubæ; mun hann af því hafa verið nefndur prestahatari. En af deilum hans við síra Hall varð hann að ganga að sættum við Jóhann hirðstjóra Bockholt og lúka konungi 300 rd. Hans getur hér síðast sumarið 1585, en hefir þá farið til Hamborgar, og þar andaðist hann. Eftir hann eru erfiljóð um f. k. hans.

Kona 1 (1559). Guðrún Árnadóttir í Djúpadal, Péturssonar; þau bl.

Kona 2, þýzk: Anna Kurbenmacher; þau og bl. (Mm.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.