Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Árnason

(um 1670– um 1708)

Prestur.

Foreldrar: Arni Eiríksson prests í Vallanesi, Ketilssonar, og kona hans Guðrún Bjarnadóttir í Búlandi, Eiríkssonar. Hann er orðinn Prestur 1703 og er þá 14. mars að Krossi í Mjóafirði. Hann var talinn ekki vel látinn af sóknarfólki sínu, og víst er, að einn helzti sóknarmaður hans fekk leyfi til að vera til altaris hjá öðrum presti. Hann fór úr Mjóafirði 1707 og varð aðstoðarPrestur tengdaföður sína síra Eiríks Þorvarðssonar í Hofteigi, en kom sér ekki við hann, hvarf brátt þaðan að Arnaldsstöðum og er talinn hafa dáið í bólunni miklu, er með vissu d. fyrir Í. júlí 1709.

Kona: Sigríður Eiríksdóttir prests í Hofteigi, Þorvarðssonar.

Sonur þeirra: Síra Guðmundur að Hofi í Vopnafirði. Sigríður ekkja síra Eiríks átti síðar síra Guðmund Ólafsson á Hjaltastöðum í Útmannasveit, en síðast síra Sigfús Sigfússon í Hofteigi, lifði alla menn sína og andaðist á 91. ári (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.