Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Vigfússon

(24. sept. 1747–20. júlí 1808)

Prestur.

Foreldrar: Síra Vigfús Jónsson í Hítardal og f.k. hans Katrín Þórðardóttir prests á Staðastað, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla haustið 1768, stúdent þaðkirkjuprestur 1777, er Hannes aðstoðarprestur föður síns að Hítardal, en er faðir hans lét af prestskap 1775, varð hann kirkjuprestur í Skálholti í fjarveru Hannesar síðar byskups Finnssonar og fullkominn kirkjuprestur 1777, er Hannes varð aðstoðarbyskup. Fekk 20. okt. 1780 Hvamm í Norðurárdal, en tók við þeim stað 8. júní 1781, fekk Reykholt 29. apríl 1783 (konungsstaðfesting ll. febr. 1785), og var það fyrir atfylgi þeirra feðga Finns og Hannesar byskupa, er höfðu vilyrði fyrir því, að Reykholt héldist í ættinni, en síra Eiríkur var í senn bróðursonur Finns byskups og átti dótturdóttur hans; sóktu þó í móti Páll konrektor Jakobsson og 3 háskólaguðfræðingar. Varð prófastur í Borgarfjarðarsýslu 6. júní 1786 og hélt því starfi, til þess er hann tók Stafholt í fardögum 1807 (-s.á.), í skiptum við síra Eggert Guðmundsson (sem aldrei fluttist að Stafholti) , líklega mest vegna fátæktar, því að hann bjóst þá við að þurfa litlu álagi að svara á Reykholt; hélt hann Stafholt til dauðadags (rúml. 1 ár), og hrökk búið ekki fyrir skuldum. Hannes byskup segir 14. apr. 1783, að síra Eiríkur sé reglusamur, góðgerðasamur, siðprúður, starfsamur, góður kennimaður og einkum vel laginn að fræða börn, en enginn sérlegur gáfumaður. Líkræða eftir hann er í Lbs. Búmaður var hann enginn og níddi mjög niður staðinn í Reykholti. Hann var af sumum talinn hégómlegur og daufur til gáfna og prestsverka, enda hafinn upp við styrk frænda sinna. Hann var og talinn erfiður konu sinni, enda var hún kaldlynd og hispursöm.

Kona (11. ág. 1782): Sigríður (f. 1761, d. 24. maí 1837) Jónsdóttir byskups, Teitssonar.

Sonur þeirra: Síra Vigfús Reykdal síðast í Miðdalaþingum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.