Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Vigfússon

(1764–8. mars 1838)

Prestur.

Foreldrar: Vigfús stúdent Eiríksson að Stóra Ási og Galtarholti og f. k. hans Kristín Sveinsdóttir. F. að Stóra Ási. Fór 10 ára gamall til móðurbróður síns, síra Guðlaugs Sveinssonar, síðast í Vatnsfirði, nam hjá honum skólalærdóm í 4 vetur (1779–83), tekinn í Skálholtsskóla 1783 og var þar í vetur, en með því að enginn skóli var haldinn sunnanlands næstu 2 vetur, las hann utanskóla og varð stúdent 1786 í Görðum á Álptanesi frá Gísla rektor Thorlacius. Var næstu 4 ár í Vatnsfirði, en vígðist 13. júní 1790 aðstoðarprestur síra Hjalta Þorbergssonar á Eyri í Skutulsfirði, bjó að Gili og síðan í Meiri Hlíð í Bolungarvík, en fekk Stað á Snæfjallaströnd 31. maí 1796 og tók við þar um sumarið, en 16. mars 1812 Stað í Súgandafirði, í skiptum við síra Þorlák Jónsson, var þar til dauðadags, en hélt aðstoðarprest (síra Hjalta Þorláksson) frá 1830. Talinn Töskur maður, vel að sér og orðheppinn, en þó af sumum sagður daufur til prestsverka, en aftur starfsmaður mikill, smiður góður, hneigður mjög til búsýslu, glímumaður í betra lagi og hraustur að burðum, lítt þokkaður í fyrra prestakalli sínu.

Kona 1 (um 1792). Ragnheiður (d. 4. okt. 1824, 55 ára) Halldórsdóttir að Látrum, Eiríkssonar.

Börn þeirra: Halldór að Grafargili í Valþjófsdal, Friðgerður d. óg. og bl., Björn á Mosvöllum, Elín átti fyrr Jón Ólafsson að Kaldá í Önundarfirði, síðar Einar Jónsson á Flateyri, Vigfús smiður í Breiðadal, Bjarni í Súðavík, Kristján dó ungur.

Kona 2 (28. jan. 1825): Solveig (d. 3. mars 1855, 84 ára), systir f.k. hans, ekkja Benedikts Þórðarsonar; þau bl. (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.