Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Arnþór Guðmundsson
(16. sept. 1785 [1784, Bessastsk.]. 22. apr. 1815)
Stúdent.
Foreldrar: Guðmundur (d. 1812, þá niðursetningur að Stóru Reykjum í Flóa) Bernharðsson og f: k. hans Guðrún Erlendsdóttir í Reykjanesi í Grímsnesi, Bjarnasonar. F. í Kringlu í Grímsnesi, fluttist ungur með föður sínum að Melshúsum við Rv., tekinn þar í skóla 1802 og var síðan þar og í Bessastaðaskóla, stúdent 1809, með heldur lélegum vitnisburði, enda varð hann lítt að manni, talinn gáfnadaufur og lítilsigldur. Fór síðan til Tómasar landlæknis Klogs í Nesi við Seltjörn, til þess að nema læknisfræði, en hætti því brátt og fór til Vestmannaeyja, síðast við verzlun hjá Magnúsi Bergmann, unz hann drukknaði í sjóróðri. Hann var ókv., en eftir lát hans var honum kennt barn (sem andaðist ungt), enda hafði Arnþór í bréfi til byskups 9. júlí 1814 beðið um uppreisn fyrir konu þá, er kenndi honum barnið, vegna barneignar hennar fyrir 3 árum, svo að hún mætti giftast sér (Bessastsk.; HÞ.).
Stúdent.
Foreldrar: Guðmundur (d. 1812, þá niðursetningur að Stóru Reykjum í Flóa) Bernharðsson og f: k. hans Guðrún Erlendsdóttir í Reykjanesi í Grímsnesi, Bjarnasonar. F. í Kringlu í Grímsnesi, fluttist ungur með föður sínum að Melshúsum við Rv., tekinn þar í skóla 1802 og var síðan þar og í Bessastaðaskóla, stúdent 1809, með heldur lélegum vitnisburði, enda varð hann lítt að manni, talinn gáfnadaufur og lítilsigldur. Fór síðan til Tómasar landlæknis Klogs í Nesi við Seltjörn, til þess að nema læknisfræði, en hætti því brátt og fór til Vestmannaeyja, síðast við verzlun hjá Magnúsi Bergmann, unz hann drukknaði í sjóróðri. Hann var ókv., en eftir lát hans var honum kennt barn (sem andaðist ungt), enda hafði Arnþór í bréfi til byskups 9. júlí 1814 beðið um uppreisn fyrir konu þá, er kenndi honum barnið, vegna barneignar hennar fyrir 3 árum, svo að hún mætti giftast sér (Bessastsk.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.