Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Vigfússon

(1702–1744)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Síra Vigfús Einarsson að Sauðafelli og kona hans Halldóra Þórðardóttir í Snóksdal, Hannessonar. Ólst upp að Lundi hjá síra Einari Oddssyni, því að Halldóra, móðir hans, varð miðkona hans. Tekinn í Skálholtsskóla 1718, stúdent þaðan 1724, bjó síðan að Stóra Ási, Innra Hólmi, en síðast í Höfn í Melasveit, sem hann átti hálfa, til þess er hann drukknaði á Borgarfirði.

Kona 1: Guðríður (d. 1732) Oddsdóttir á Fitjum Eiríkssonar; þau bl.

Kona 2 (1733): Margrét Þórðardóttir lögréttumanns að Innra Hólmi, Péturssonar.

Börn þeirra: Vigfús stúdent í Galtarholti, Margrét, Ragnheiður (d. eftir 1750 að Innra Hólmi, óg.). Margrét ekkja Eiríks átti síðar (1747) Odd stúdent Eiríksson frá Hrepphólum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.