Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Sverrisson (Sigurðsson)

(23. dec. 1867–13. maí 1904)

Bókhaldari.

Foreldrar: Sigurður sýslumaður Sverrisson í Bæ og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir prests að Felli í Mýrdal, Torfasonar. Tekinn í 5. bekk Reykjavíkurskóla 1886, stúdent 1888, með 2. einkunn (77 st.). Stundaði um hríð nám í lögfræði í háskólanum í Kh., en tók ekki próf. Var síðan hjá foreldrum sínum. Var eftir lát föður síns settur sýslumaður í Strandasýslu, frá 10. febr. 1899 fram á haust s. á. Bjó í Bæ, en fluttist 1900 til Keflavíkur og gerðist þar bókhaldari, en síðar í Rv. og andaðist þar.

Kona: Hildur Jónsdóttir prests í Saurbæjarþingum Thorarensens; þau bl. Hún átti síðar Ketil Ketilsson (Ketilssonar) í Kotvogi (BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.