Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Sverrisson (Eiríksson)

(7. sept. 1876–16. febr. 1932)

Kennari.

Foreldrar: Eiríkur Sverrisson að Fossi í Mýrdal og kona hans Svava Runólfsdóttir skálds í Skagnesi, Sigurðssonar. Kennari í Vík í Mýrdal. Fróður maður og skáldmæltur. Rit: Ljóð, Rv. 1902; Sveitarbarnið, Eyrarb. 1911).

Kona 1: Katrín Kristbjarnardóttir á Steinsmýri, Guðvarðssonar. Þau slitu samvistir; bl.

Hún átti síðar Jósep skáld Húnfjörð.

Kona 2 (1925): Steinvör Jónsdóttir í Vík, Sæmundssonar í Sólheimahjáleigu.

Sonur þeirra: Trausti andaðist í Vífilsstaðahæli (Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.