Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Sumarliðason

(15. og 16. öld)

Ábóti.

Foreldrar: Sumarliði Eiríksson „slógnefs“ á Grund (Loptssonar ríka) og kona hans Guðrún Árnadóttir frá Kalmanstungu, Jónssonar, Gilssonar. Kemur fyrst við skjöl 1497 og er þá prestur (í Saurbæ í Eyjafirði), var ráðsmaður að Hólum. Er orðinn ábóti á Þingeyrum 1507, en hefir látizt 1515 (eða næsta ár). Átti deilur miklar um Grundareignir (við Finnboga lögmann Jónsson) og fekk sér þær dæmdar af konungi 1507. Átti og jarðadeilu við Gottskálk byskup Nikulásson (Dipl. Isl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.