Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Snjólfsson

(16. öld)

Lögsagnari að Ási í Fellum.

-Foreldrar: Snjólfur sst. Rafnsson (lögmanns, Brandssonar) og f.k. hans (ónefnd, en ekki Salný Pálsdóttir, systir Ögmundar byskups, sem almennt er talið).

Kona 1: Ólöf Eyjólfsdóttir á Hjalla, Jónssonar. Dóttir þeirra: Þorgerður (er þó sumstaðar talin s.k. barn) átti Jón Indriðason í Árnanesi.

Kona 2 (1559): Þuríður Þorleifsdóttir sýslumanns á Möðruvöllum, Grímssonar, ekkja (s.k.) Árna Péturssonar í Djúpadal í Eyjafirði (Loptssonar).

Dætur þeirra Eiríks: Halldóra átti Magnús Björnsson að Hofi og Ljósavatni, Ólöf átti Magnús Vigfússon að Eiðum (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.