Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Rustíkusson, „umferða-Eiríkur“

(1712–13., maí 1804)

Skáld.

Foreldrar: Rustíkus skáld Þorsteinsson síðast á Kóreksstöðum og kona hans Helga Árnadóttir frá Arnheiðarstöðum. Eiríkur dvaldist hér og þar um Múlaþing (einkum í Vopnafirði og Fljótsdalshéraði); dó í Bót í Hróarstungu, þá niðursetningur. Þókti undarlegur, skrifaði (eða krabbaði upp) ýmislegt. Kvæði hans (sjá Lbs.). Mun ekki hafa kvænzt, enda bl. (Ýmsar heimildir; BrSv.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.