Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Rafnkelsson

(1739–5. mars 1785)

Prestur.

Launsonur síra Rafnkels Bjarnasonar að Stafafelli og Hildar Salómonsdóttur. Tekinn í Skálholtsskóla 1757, stúdent þaðan 1764, vígðist 3. ágúst 1766 aðstoðarprestur síra Þorleifs Björnssonar að Hofi í Álptafirði, fekk veiting fyrir sama prestakalli 2. ág. 1778, er síra Þorleifur lét af prestskap, og hélt það til dauðadags. Finnur byskup Jónsson segir í umsögn sinni 28. okt. 1778 um síra Eirík, að hann sé öðrum prestum fremri að þekkingu í læknisfræði og handlækningum og öðrum vísindum, er lúta að náttúrufræði, og mjög virtur og elskaður fyrir greiðvikni í að hjálpa sjúklingum með læknisþekkingu sinni og handlægni við skurðlækningar.

Kona 1: Þórdís Þorleifsdóttir prests að Hofi, Björnssonar; þau bl.

Kona 2: Valgerður Björnsdóttir á Reynivöllum í Suðursveit, Brynjólfssonar,

Börn þeirra: Brynjólfur í Hlíð í Lóni, Þórdís s.k. Ketils Ófeigssonar í Byggðarholti, Eiríkur í Bæ í Lóni. Valgerður ekkja síra Eiríks átti síðar Stein Þorvarðsson í Bæ í Lóni (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.