Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Pálsson, „prjónari“, „Prjóna-Eiríkur“

(30. maí 1825–10. mars 1900)

Skáld.

Foreldrar: Páll skáld Þorsteinsson í Pottagerði og kona hans Gunnvör Rafnsdóttir í Grýtu í Eyjafirði, Rafnssonar. Fróðleiksmaður. Eftir hann eru rímur og kvæði í handritum í Lbs.

Prjónaði alls konar föt og ýmislegt með útflúri og litum.

Kona: Margrét Gunnlaugsdóttir að.

Skuggabjörgum í Deildardal, Jónssonar.

Börn þeirra: Margrét átti Hjört Guðmundsson að Uppsölum, Aldís óg., Gunnvör Gunnlaug átti Sigurð Jónsson í Litlu Gröf á Langholti í Skagafirði (JBf. Ritht.; Alm. þjóðvinafél. 1900; BrSv.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.