Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Pálsson

(um 1673–1707)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Síra Páll Gunnarsson eldri á Gilsbakka og kona hans Helga Eiríksdóttir á Fitjum, Oddssonar. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent um 1693–6. Hefir síðan verið með föður sínum. Um 1702 hefir hann tekið að búa á Grund í Skorradal, en 1707 bjó hann á eignarjörð sinni, Stóru Gröf í Stafholtstungum og andaðist þar.

Kona (1705): Ingibjörg (í. um 1672) Oddsdóttir á Fitjum, Eiríkssonar; voru þau systkinabörn. Var hún fyrst bústýra hans, en 1704 áttu þau barn saman, og sókti þá Eiríkur um uppreisn og leyfi til að kvongast henni. Hvort tveggja fekk hann með konungsbréfi 22. maí 1705.

Dætur þeirra: Gróa átti Ara stúdent Bjarnason, Þórunn átti síra Ketil Einarsson í Lundi (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.