Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Oddsson

(um 1706–6. apr. 1746)

Prestur.

Foreldrar: Oddur lögréttumaður Jónsson í Búlandsnesi og kona hans Ásdís Þorvarðsdóttir. Tekinn í Skálholtsskóla 1720, stúdent þaðan 1725. Var hjá síra Guðmundi Högnasyni að Hofi í Álptafirði veturinn 1729–30, og kom hann honum í skrifarastöðu hjá Jóni byskupi Árnasyni, og þar var hann a.m.k. 2 (1730–2). þótt byskup segi hann „óduganlegan“. Vígðist prestur að Sandfelli, líkl. 25. okt. 1733. Hann bjó að Hofi í Öræfum a. m. k. 1736, vegna skemmda á prestsetrinu eftir gosið úr Öræfajökli, enda fekk hann til uppbótar kongsjarðir, „Hengigóz“, er svo var kallað, og Skaftafell. Á Sandfelli er hann þó 1740, en aftur orðinn búandi að Hofi 1742. Harboe segir í skýrslum sínum, að hann sé ólærður, en vandaður maður. Hann drukknaði við 12. mann, og var hann sjálfur formaður á skipinu.

Kona: Vilborg (d. 8. maí 1797, talin 97 ára) Þórðardóttir á Starmýri, Þorvarðssonar,

Börn þeirra: Sigríður átti Benedikt Bergsson í Árnanesi, Oddur fór utan (átti 2 sonu), Þórður fór utan, Ásdís átti Magnús (–1690).

Prestur.

Foreldrar: Síra Ólafur skáld Einarsson í Kirkjubæ og kona hans Kristín Stefánsdóttir prests í Odda, Gíslasonar. Er í Skálholtsskóla veturinn 1629–30. Átti launson (síra Halldór skáld á Hjaltastöðum í Útmannasveit) , líkl. áður en hann vígðist (með Hallnýju, fóstru sinni, segir í æviminningum presta framan við Þrestsþjónustubók Kirkjubæjar). Vígðist 1635 aðstoðarprestur föður síns, fekk staðinn að veitingu Henriks Bjelkes 1649, við uppgjöf föður síns, og hélt til dauðadags, en hafði aðstoðarpresta frá 1667. Hann var ekki talinn sérlega gáfaður, en stilltur vel.

Kona: Ólöf Jónsdóttir í Hafrafellstungu, Einarssonar.

Börn þeirra: Síra Ólafur aðstoðarprestur á Eiðum, Kristín átti Pál sýslum. Marteinsson á Eiðum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.