Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arnór Þórðarson

(um 1312– 1342)

. Foreldrar (líkl.): Þórður (d. 1331) Kolbeinsson Auðkýlings í Haukadal og kona hans Halldóra Þorvaldsdóttir í Lönguhlíð, Geirssonar auðga (sjá Árna hirðstjóra Þórðarson). Jón Hallsson frá Dal undir Eyjafjöllum fangaði Arnór austur við Seljalandsmúla 1342, að ráðum Þorsteins Gunnhyltings, er þeir Arnór og Jón deildu um sýslu milli Þjórsár og Lómagnúpssands. Lét Jón fóthöggva og fingurhöggva Arnór. Sonur Arnórs hefir verið: Árni, er höggvinn var „fyrir austan“ 1365 (Annálar).

Annar son Arnórs gæti verið Andrés prestur, faðir Steinþórs; en það er ólíklegra; heldur mun Andrés prestur son Arnórs prests nyrðra, Böðvarssonar, bróðir Bárðar (bréf 1397 og 1412: Dipl. Ísl.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.