Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Oddsson

(1670–10. júlí 1735)

Prestur.

Foreldrar: Oddur Eiríksson á Fitjum og f. k. hans Sesselja Halldórsdóttir í Arnarholti í Stafholtstungum, Helgasonar. F. á Fitjum.

Var 4 vetur í Skálholtsskóla, síðan 5 ár sveinn Einars byskups Þorsteinssonar að Hólum (er með honum á yfirreið 1693–4), vígðist 29. nóv. 1696 að Hrepphólum, tók við vorið eftir og var þar til dauðadags, mjög fátækur. Hann var gáfumaður og skáldmæltur (sjá Lbs.; vísur í Thottssafni 489, 8vo., sjá og JS. 398, 4to., eru eignaðar honum eða Oddi, syni hans, og eru líklega eftir Odd).

Kona 1 (1697): Ingveldur Magnúsdóttir; hún dó, áður en þau höfðu verið fullt ár í hjónabandi.

Kona 2 (1700): Guðrún (f. 1670, d. 1754–5) Daðadóttir prests í Steinsholti, Halldórssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Síra Þórður að Vogsósum, Ingibjörg átti fyrr síra Helga Jónsson á Stað í Grindavík, síðan síra Þórð Jónsson að Hálsi í Hamarsfirði, Oddur stúdent að Innra Hólmi og víðar, Páll, Margrét f.k. Þórðar stúdents Ólafssonar í Vigur, Guðmundur lögréttumaður í Reykjarfirði (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.