Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Eiríkur Magnússon
(um 1638–1716)
Prestur.
Foreldrar: Magnús lögréttumaður Eiríksson í Njarðvík og kona hans Guðrún Jónsdóttir í Rv., Oddssonar. Ólst upp og lærði undir skóla hjá síra Jóni Daðasyni í Arnarbæli, og hefir við það fengið á sig galdraorð, er jafnan loddi við hann, svo að hann er mjög nafnkunnur í þjóðsögum. Vígðist 31. maí 1668 aðstoðarprestur síra Jóns Daðasonar í Arnarbæli, fekk Selvogsþing 1677 og hélt til dauðadags. Hann mun lengstum hafa verið húsmaður að Vogsósum (hafði eina kú á heyjum) og andaðist þar, ókv. og bl.
Ákvæðavísa er honum eignuð í JS. 510, 8vo., sjá og Lbs. 269, 4to. Þáttur er um hann eftir Gísla Konráðsson (í Lbs.) , sjá og Þjóðsögur Jóns Árnasonar (HÞ; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Magnús lögréttumaður Eiríksson í Njarðvík og kona hans Guðrún Jónsdóttir í Rv., Oddssonar. Ólst upp og lærði undir skóla hjá síra Jóni Daðasyni í Arnarbæli, og hefir við það fengið á sig galdraorð, er jafnan loddi við hann, svo að hann er mjög nafnkunnur í þjóðsögum. Vígðist 31. maí 1668 aðstoðarprestur síra Jóns Daðasonar í Arnarbæli, fekk Selvogsþing 1677 og hélt til dauðadags. Hann mun lengstum hafa verið húsmaður að Vogsósum (hafði eina kú á heyjum) og andaðist þar, ókv. og bl.
Ákvæðavísa er honum eignuð í JS. 510, 8vo., sjá og Lbs. 269, 4to. Þáttur er um hann eftir Gísla Konráðsson (í Lbs.) , sjá og Þjóðsögur Jóns Árnasonar (HÞ; SGrBf.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.