Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Magnússon

(3. apríl 1904 – 9. sept. 1941)

. Kennari.

Foreldrar: Magnús (d. 11. ág. 1909, 52 ára) Magnússon á Hurðarbaki á Ásum og kona hans Kristín (f. 10. nóv. 1868) Eiríksdóttir vinnumanns í Héraðsdal í Skagafirði, Jónssonar.

Stúdent á Akureyri 1930 með 1. einkunn (6,43). Kennari við Eiðaskóla 1930–31. Stundaði nám í guðfræðideild Háskóla Íslands um skeið, en lauk ekki prófi. Lauk kennaraprófi 1934.

Settur kennari við barnaskóla Reykjavíkur 1934 og gegndi því starfi til æviloka. Kona (5. júlí 1931): Sigríður (f. 28. febrúar 1911) Þorgrímsdóttir í Laugarnesi, Jónssonar. Sonur þeirra: Þorgrímur (Skýrslur; Menntamál 1941).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.