Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Magnússon

(1. febr. 1833–24. jan. 1913)

Bókavörður.

Foreldrar: Síra Magnús Bergsson í Heydölum og kona hans Vilborg Eiríksdóttir að Hoffelli, Benediktssonar. F. í Berufirði. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1848, stúdent þaðan 1856, með 1. einkunn (81 st.), próf úr prestaskóla 1859, með 1. einkunn (45 st.). Var í þjónustu land- og bæjarfógeta 1859–62. Fekk Berufjörð 27. júlí 1861, en fór þangað ekki né vígðist. Fór utan 1863 og vann að umsjón með prentun biblíunnar, gegndi þá og um tíma prestsstörfum í dönsku sendiráðskirkjunni í Lundúnum. Var í Leipzig, París og víðar á Frakklandi 1864–6, í Lundúnum 1866– 71 (vann þar að ritstörfum). Var bókavörður í Cambridge 1871––1909. Master of arts þar 1878. R. af dbr. 3. jan. 1883. Hann hefir samið mörg rit um fornfræði, fjármál og skáldskap, orkti og sjálfur og var hugvitsmaður. Helztu ritgerðir hans eru: Odin's Horse Yggdrasill, L. 1895 (einnig á ísl.); þýðing (með Powell) á miklu af þjóðsögum Jóns Árnasonar (Legends of Iceland, 1864–6); (með Morris) á ýmsum fornsögum (1875–1901); Bunyan: För pílagrímsins, 1876; W. Shakespeare: Stormurinn, 1885. Sá um Lilju Eysteins (1870), Tómassögu erkibyskups 1875–83 (sjá ella bókaskrár).

Kona (13. ág. 1857): Sigríður (f. 1831, d. 16. nóv. 1915) Einarsdóttir hattara í Brekkubæ, Sæmundssonar. Áttu 1 barn andvana (Stefán Einarsson: Ævis. Eir. M.; BjM. Guðfr.; Óðinn III; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.