Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Loptsson, slógnefur

(– –Í tebr. 1473)

Bóndi.

Foreldrar: Loptur ríki Guttormsson og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir. Fekk í arf eftir foreldra sína 11 hundr. hundr. í iarðeignum. Var ófullveðja, er skipti fóru fram (1432). Bjó á Grund í Eyjafirði 35 ár til æviloka. Var með helztu fyrirmönnum á sinni tíð, en ekki verður séð af skjölum, að hann hafi haft sýsluvöld. Viðurnefni hans er ýmislega skrifað; líklegast er, að kallað hafi verið, að hann hafi haft „slóg“ (polyp) í nefinu.

Kona: Guðný Þorleifsdóttir sýslumanns að Auðbrekku og Vatnsfirði, Árnasonar, Sonur þeirra: Þorvarður í Dal undir Eyjafjöllum (bl.).

Launbörn: Sumarliði, Guðrún fylgdi Gottskálk byskupi Nikulássyni (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.): Eiríkur Magnússon, auðgi (– – 1381). Bóndi á Möðruvöllum og Svalbarði.

Faðir: Magnús Brandsson á Svalbarði, Eiríkssonar (karlleggur rétt rakinn til Höfða-Þórðar, sjá SD. í Blöndu VI). Var í röð helztu höfðingja; var að eiðatökum 1377).

Kona: Ingiríður Loptsdóttir, Þórðarsonar.

Dætur þeirra: Málmfríður átti Björn Brynjólfsson á Ökrum, Margrét átti Benedikt að Sjávarborg (bróður hans), Sofía átti Guttorm Ormsson að Þykkvaskógi, Ingileif fylgdi Steinmóði presti Þorsteinssyni, Rannveig átti Odd Eiríksson að Ærlæk (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.