Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Laxdal (Eiríksson)

(um 1743–24. júlí 1816)

Foreldrar: Síra Eiríkur Jónsson að Hofi á Skagaströnd og s. k. hans Elín Eiríksdóttir prests í Saurbæ, Þorsteinssonar. Tekinn í Hólaskóla 1760, stúdent þaðan 1765. Var 5. nóv. 1766 skipaður af byskupi djákn að Munkaþverá, en Sveinn lögmaður Sölvason neitaði að taka við honum, og varð hann þá (1767) djákn að Reynistað, en missti það starf, með því að hann átti launbarn með Elínu Halldórsdóttur byskups, Brynjólfssonar (það dó ungt), fór síðan utan og var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 19. dec. 1769, en eftir 11% ár missti hann Garðsstyrk vegna óþægðar við Garðprófast, af litlu efni, gerðist þá vegna fátæktar um 1 ár há seti í sjóliðinu, en var leystur úr herþjónustu haustið 1774, var síðan á flækingi í Kh. veturinn 1774–5, en kom til Íslands vorið 17:75, átti 1782 launbarn í annað sinn með Kristínu Björnsdóttur í Melkoti (Björnssonar prests á Hjaltabakka, Þorleifssonar). Hann hefir verið maður ekki illa að sér og talsvert vel lesinn, en sérvitur, undarlegur og auðnulítill. Eftir hann eru kvæði (ljóðabréf) og sálmar (Lbs.), enn fremur eins konar skáldsagnabálkar, Ólafssaga Þórhallasonar og Ólandssaga (Lbs.), og rímur af Belflór greifa og Leónóru, af Hálfdani ug Hildigeir, af Heiðbjarti, af Hermóði, af Ingibjörgu kóngsdóttur alvænu, af Norna-Gesti.

Kona: Ólöf Guðmundsdóttir (ekkja Guðmundar Tómassonar); þau bl. Lifðu 1801 við hokur í Neðra Nesi á Skaga. Síðan flosnuðu þau upp, og varð hún niðursetningur, en hann lagðist í flakk og andaðist á Stokkahlöðum (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.