Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Ketilsson

(– – 1647)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ketill Ólafsson á Kálfafellsstað og kona hans Anna Einarsdóttir prests í Heydölum, Sigurðssonar. Hann mun hafa orðið stúdent 1626 eða 1627, en um 1627 átti hann barn með konu þeirri, er hann gekk að eiga síðar, mun 1628 hafa vígzt aðstoðarprestur til síra Ólafs Einarssonar í Kirkjubæ, móðurbróður síns, fengið Skriðuklaustur 1630, síðan Eiða haustið 1631 eða vorið 1632, en 1636 var honum veitt Vallanes og hélt það til dauðadags. Hann var vitur maður og vel að sér.

Kona: Árnadóttir sýslumanns á Eiðum, Magnússonar.

Börn þeirra: Síra Ketill á Svalbarði, Þorleifur, Gísli að Stóra Sandfelli (bl.), Árni, Jón (bl.), Halldóra átti Jón Magnússon (bl.) , Ragnhildur eldri átti fyrr Sigurð Einarsson frá Njarðvík, Magnússonar, en síðar síra Jón Sigmundsson, síðast að Þykkabæjarklaustri, Ragnhildur yngri átti Þorlák Guðmundsson úr Kelduhverfi, Vilborg átti Erlend Steingrímsson (bl.), Guðrún (HÞ; BB. Sýsl.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.