Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Jónsson

(um 1734– um 1780)

. Bóndi. Foreldrar: Jón Þórarinsson í Bolholti á Rangárvöllum og seinni kona hans Guðrún Auðunardóttir á Sámsstöðum í Fljótshlíð, Bjarnasonar. Bóndi í Bolholti um 1760–1780, var kynsæll maður, átti 12 börn, sem upp komust og mönnuðust vel; nefnast niðjar hans Bolholtsætt.

Kona: Kristín Þorsteinsdóttir í Austvaðsholti á Landi, Helgasonar; hún bjó síðar ekkja á Stóra-Núpi og á Sólheimum í Ytrihrepp. Börn þeirra: Þorsteinn bóndi í Kílhrauni, Ingibjörg átti Ingvar Magnússon í Skarði á Landi, Magnús bóndi í Efra-Langholti, Guðmundur sýsluskrifari í Langholti í Flóa, Jón bóndi í Hörgsholti, Helgi hreppstjóri á Sólheimum, Elín átti Jakob prófast Árnason í Gaulverjabæ, Ingunn f.k. Eiríks dbrm. Vigfússonar á Reykjum á Skeiðum, Guðrún átti Magnús Sigurðsson á Sólheimum í Mýrdal, Valgerður átti Jón Jónsson í Haukholtum (bróður Gríms stúdents í Skipholti), Margrét átti Bjarna Stefánsson á Árbæ, síðar í Hjálmholti, Guðlaug átti Eirík sýslumann Sverrisson.

Um þau Bolholtshjón og börn þeirra hefir Guðni Jónsson ritað í Ísl. sagnaþ. og þjósögur V (G.3.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.