Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Jónsson

(um 1672– fyrir 9. sept. 1742)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Síra Jón Eiríksson í Bjarnanesi og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir að Felli í Suðursveit (Ketilssonar prests Ólafssonar). Tekinn í Skálholtsskóla 1687 og stúdent þaðan, en óvíst um ártalið. Virðist af bréfi Jóns byskups Vídalíns 13. nóv. 1715 (bréfab. í þjskjs.) þá enn ekki hafa haft predikunarleyfi. Bjó að Hoffelli 1703, en 1715 að Geithellum, 1727 og síðan aftur að Hoffelli.

Kona 1: Kristín (f. um 1671) Þorleifsdóttir prests að Kálfafelli, Árnasonar; þau bl.

Kona 2: Guðný Björnsdóttir (á lífi 9. sept. 1742).

Börn þeirra: Jón að Geithellum, gildur bóndi, Sigríður átti Þorlák Ásgrímsson frá Geirlandi (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.