Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Jónsson

(18. mars 1822–30. apr. 1899)

Varaprófastur,

Foreldrar: Síra Jón Bergsson í Einholti og kona hreppstjóra að Hoffelli, Benehans Sigríður Eiríksdóttir diktssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1841, stúdent 1846 (99 st.). Lauk aðgönguprófi í háskólann í Kh. 1846 (með 2. eink.), 2. lærdómsprófi 1847 (með 2. eink.). Lagði hann í fyrstu stund á guðfræði, en tók ekki próf. Vann með Konráði Gíslasyni o. fl. að orðabók, sem kennd er við R. Cleasby. Varð styrkþegi Árnasafns 1872, varaprófastur í stúdentabústaðnum Garði í Kh. 1874, hvort tveggja til æviloka. Ritstörf: Oldnordisk Ordbog, Kh. 1860, Skírnir 1863–72, 1875, 1877–S87. Sá um Hauksbók (með Finni Jónssyni), Kh. 1892–6; vann að nokkuru leyti að Njálssögu, Kh. 1875–89. Þýð.: Björnstj. Björnson: Úr fundarræðum, Kh. 1881.

Var skáldmæltur, orkti einkum gamankvæði (sjá Sunnanf. 1).

Kona (1868): Petrine Jensen; þau bl. (Sunnanfari VI; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.