Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Eiríkur Jónsson
(16. öld)
Prestur.
Foreldrar: Jón ríki Þórðarson að Borg og á Hvanneyri og kona hans Ragnhildur Einarsdóttir umboðsmanns á Hofstöðum, Þórólfssonar. Er orðinn kirkjuprestur í Skálholti 1524, fekk Gilsbakka 1536, Reykholt um 1542, er talinn á lífi 1551.
Börn hans með Steinunni Jónsdóttur: Einar lögréttumaður á Hvanneyri, Sesselja átti Steindór sýslumann Finnsson á Ökrum, Ásta átti fyrr Torfa Brandsson í Höfn, síðar Þorstein Sighvatsson í Höfn, og líkl. Guðrún, sem átti Þorgils Jónsson. Virðist og hafa búið með Kristínu Þorleifsdóttur prests á Melum, Eiríkssonar (Prest.; SGrBf.; o. fl.).
Prestur.
Foreldrar: Jón ríki Þórðarson að Borg og á Hvanneyri og kona hans Ragnhildur Einarsdóttir umboðsmanns á Hofstöðum, Þórólfssonar. Er orðinn kirkjuprestur í Skálholti 1524, fekk Gilsbakka 1536, Reykholt um 1542, er talinn á lífi 1551.
Börn hans með Steinunni Jónsdóttur: Einar lögréttumaður á Hvanneyri, Sesselja átti Steindór sýslumann Finnsson á Ökrum, Ásta átti fyrr Torfa Brandsson í Höfn, síðar Þorstein Sighvatsson í Höfn, og líkl. Guðrún, sem átti Þorgils Jónsson. Virðist og hafa búið með Kristínu Þorleifsdóttur prests á Melum, Eiríkssonar (Prest.; SGrBf.; o. fl.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.