Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Jónsson

(10. jan. 1705–S8. maí 1779)

Prestur.

Foreldrar: Jón Eiríksson að Reykjum á Reykjabraut og kona hans Ingunn Þorleifsdóttir (Þórðarsonar prests á Knappsstöðum, Sigurðssonar). Vígðist 29. maí 1729 aðstoðarprestur síra Jóns Sigfússonar að Ríp, fekk Hvamm í Laxárdal 23. janúar 1731, en 1746 Hof á Skagaströnd í skiptum við síra Árna Daðason, fluttist þangað vorið 1747 og var þar til dauðadags, en hélt aðstoðarprest (síra Björn Jónsson) frá 1777. Hann var mjög fátækur, svo að við lá, að hann flosnaði upp 1756.

Hann var frægur glímumaður, hraðtalaður og orðkringur; predikaði hann upp úr sér viðbúnaðarlaust, þegar honum bauð svo við að horfa, en varð stundum slitrótt, svo að Gísli byskup Magnússon réð honum frá þeirri predikunaraðferð. Harboe telur hann í skýrslum sínum nokkurn veginn að sér, en þykir ræða hans þróttlítil og staðfesta eigi mikil í embætti,

Kona 1: Ólöf Jónsdóttir prests að Ríp, Sigfússonar; þau bl.

Kona 2: Elín (d. á Sæunnarstöðum 13. ág. 1795, 84 ára) Eiríksdóttir prests í Saurbæ í Eyjafirði, Þorsteinssonar.

Börn þeirra: Björn hnakkasmiður í Hvammkoti, Eiríkur stúdent Laxdal, Elín átti Ara Árnason á Blöndubakka, Sigríður d. óg. og bl., Helga d. ung og óg. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.