Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Jónsson

(1. ág. 1792–8. júní 1828)

Hreppstjóri, skáld.

Foreldrar: Jón (f. 1761, d. 1826) og kona hans Margrét Jónsdóttir á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Bjó í Héraðsdal.

Vel gefinn maður. Eftir hann eru bæjarímur, formannavísur, upphaf rímna af Hrafnkatli Freysgoða.

Kona (21. sept. 1821): Margrét Árnadóttir á Skatastöðum, Jónssonar.

Börn þeirra: Eiríkur hreppstjóri á Skatastöðum (sjá hann), Margrét (f. 1824), Árni (f. 1825) (EBj. Frmt.; ættbækur Esp. bls. 2097; Lbs. 1219, 8vo.; BrSv.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.