Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arnór Árnason

(19. sept. 1807 [25. ág. 1808, Bessastsk.] –24. júní 1859)

Sýslumaður.

Foreldrar: Árni stúdent Davíðsson í Belgsholti og kona hans Þóra Jónsdóttir prests að Mosfelli í Mosfellssveit, Hannessonar. F. Í Belgsholti. Lærði undir skóla hjá síra Þorvaldi Böðvarssyni og síðan síra Ólafi Hjaltasyni Thorberg. Tekinn í Bessastaðaskóla 1826, var síðasta veturinn heima vegna veikinda, en tók samt stúdentspróf með góðum vitnisburði 24. maí 1832. Lauk aðgönguprófi í háskólanum í Kh. sama haust með 1. einkunn, 2. lærdómsprófi 1833 einnig með 1. einkunn og embættisprófi í lögfræði 7. nóv. 1836 með 1. einkunn í bóklegu prófi, 2. einkunn í verklegu. Var um veturinn í skrifstofu nyrðra birkis Kh., kom út 1837 og var fyrst til aðstoðar bróður sínum, Jóhanni sýslumanni Árnasyni í Þingeyjarsýslu, settur sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu 3. ág. 1838–24. júlí 1839 og eftir lát Jóhanns bróður síns (26. mars 1840) í Þingeyjarsýslu. Með konungsúrskurði var Þingeyjarsýslu skipt í tvær sýslur 17. febr. 1841, og hlaut þá Arnór nyrðra hlutann 28. sept. s. á., bjó hann þar í Skógum í Öxarfirði, til þess er hann fekk Húnavatnssýslu, sem var veitt honum 10. maí 1847, og fluttist hann þangað samsumars, bjó í Ytri Ey á Skagaströnd til dauðadags. Sæmdur kammerráðsnafnbót 6.: okt. 1854. Talinn góður lagamaður, en nokkuð einkennilegur í háttum. Ókv. og bl. (Bessastsk.; Tímar. bmf. 1882; BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.