Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Hjaltalín (Níelsson)

(um 30. júlí 1765–1. jan. 1815)

Tollgæzlumaður.

Foreldrar: Níels lögréttumaður Hjaltalín (Jónsson) í Hlíðarhúsum og 1. kona hans Guðrún Eiríksdóttir prests í Hvalsnesþingum, Bjarnasonar. Fór utan 1781 og tekinn í Helsingjaeyrarskóla, stúdent þaðan 1787, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 1. okt. s. á., með 2. einkunn, lauk prófi í dönskum lögum 26. júní og 8. júlí 1795, með 1. einkunn í bóklegu og 2. einkunn í verklegu prófi. Varð síðan premierlieutenant í landvarnarliðinu, settur tollgæzlumaður í Flensborg um 1804, en skipaður 18. júlí 1806 sst. og var það til dauðadags. Hann var „Krigsraad“ að nafnbót.

Konadönsk og áttu þau 6 börn, þ. á m. Níels Melsteð Hjaltalín, d. 30. mars 1872, 68 ára, bókavörður í leyndarskjalasafni konungs (BB. Sýsl.; HÞ.; KlJ. Lögfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.